*

þriðjudagur, 26. október 2021
Innlent 13. október 2017 15:45

Kolefnisfótspor Eimskip lækkað um tæp 9%

Eimskipafélagið tekur í notkun kolefnisreiknivél fyrir viðskiptavini sem vilja fylgjast með fótspori sínu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Á árunum 2015-2016 dróst kolefnisfótspor Eimskipafélags Íslands saman um 8,8% en félagið hefur það markmið að minnka fótsporið um 40% til ársins 2030. Á Umhverfisdegi atvinnulífsins kynnti Eimskip aðgerðir félagsins og árangur í umhverfismálum, en þar á meðal má nefna kolefnisreiknivél sem viðskiptavinir geta nálgast á heimasíðu félagsins.

Árið 1991 var félagið eitt af fyrstu fyrirtækjum landsins til að setja sér umhverfisstefnu segir í fréttatilkynningu frá Eimskip. Nú 16 árum síðar er félagið aðili að Parísarsáttmálanum og hefur unnið markvisst að því að standa við skulbindingingar undirritunarinnar. Frá árinu 2005 hefur Eimskip verið í samstarfi við Marorku og síðar Klöppum grænum launsum til að lágmarka orkunotkun og rekstrarkostnað skipa sem skilar sér í minni kolefnislosun þeirra.

Þó svo að stærsti hluti kolefnisfótspors félagsins sé vegna reksturs skipa eru skipaflutningar samt sem áður langumhverfisvænasti flutningsmáti sem eyríki geta nýtt. Gylfi Sigfússon forstjóri Eimskips segir ánægjulegt að sjá hversu miklum árangri starfsmenn félagsins hafi náð á skömmum tíma.

„Það er okkur hvatning til að halda áfram á þessari braut og leita nýrra leiða og tækni til standa okkur í þessum málum,“ segir Gylfi. „Það má geta þess að Eimskip er eitt að fyrstu skipafélögum í heimi til að taka í notkun kolefnareiknivél á vef sínum www.eimskip.is og www.eimskip.com. Þar geta viðskiptavinir séð hversu mikið þeirra vara telur í kolefnisfótsporum.“