Stefnt er að breytingum á skattlagningu ökutækja og eldsneytis, meðal annars með breikkun gjaldstofns kolefnisgjalds í þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, segir að í ríkisfjármálaætlun síðustu ríkisstjórnar sem samþykkt var síðasta vor hafi verið gert ráð fyrir 100% hækkun kolefnisgjalds um áramótin.

„Við gerðum breytingar á þeim áformum í fjárlögum 2018 og við drógum úr áformum um hækkun og fórum í 50% en ekki 100% hækkun á kolefnisgjaldinu. Svo segjum við í stjórnarsáttmálanum að eftir því sem við tökum til framkvæmda aðgerðaráætlun í loftslagsmálum þá sé við því að búast að gjaldið muni halda áfram að hækka.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .