Sjávarútvegsfyrirtækin HB Grandi, Samherji, Vísir, Þorbjörn og Codland stefna á að koma upp sameiginlegri vinnslu á Kollageni úr þorskroði.

HB Grandi hefur skrifað undir viljayfirlýsingu þess efnis, þar sem gert er ráð fyrir að hlutur félagsins verði 21,8% en það stefnir á að leggja til félagsins 150 milljónir króna.

Kemur þetta fram í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar, en vinnslan verður staðsett á Reykjanesi og hefst smíði byggingar undir starfsemina í sumar.