*

laugardagur, 29. janúar 2022
Erlent 4. ágúst 2017 15:57

Kólnar vegna þvingana

Rússar undirbúa sig nú fyrir nýtt tímabil viðskiptaþvingana af hálfu Bandaríkjamanna.

Pétur Gunnarsson
Vladimir Zhirinovsky, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins í Rússlandi, fagnar kosningasigri Donald Trump í fyrra.
epa

Rússar búa sig nú undir nýtt tímabil þar sem þeir þurfa að sæta viðskiptaþvingunum af hálfu Bandaríkjamanna. Nýjar þvinganir sem að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, samþykkti með semingi um daginn gæti þýtt að róðurinn gæti reynst þungur fyrir Rússa. Staðan gæti jafnvel orðið sú að Rússar þurfi að sæta þvingana í áratugi að því er kemur fram í umfjöllun Bloomberg um málið. 

Þessi staða gæti orðið eðlileg og jafnvel gæti reynst ómögulegt að snúa henni við að mati Vladimir Miklashevsky, yfirhagfræðingi hjá Danske Bank, sem rætt er við í frétt Bloomberg. Rússneska hagkerfið þarf svo sannarlega á erlendri innspýtingu í hagkerfið. Rússar eiga einfaldlega ekki fyrir því að vera einangraðir frá erlendu fjármagni og tækninýjungum. Rússneska hagkerfið er í 111 sæti af 138 á lista World Economic Forum þegar kemur að erlendri fjárfestingu. 

Liza Ermolenko, hagfræðingur hjá Barclays Capital, segir að þrátt fyrir að viðskiptaþvinganir Vesturlanda hafi ekki tortýmt rússnesku hagkerfi - en hafi þó haft neikvæð - Rússland sé orðið eingraðara og að Rússar séu að dragast aftur úr þegar kæmi að tækninýjungum. Líklegt er að Rússar þurfi að treysta á olíu og gas til þess að framfleyta sér á næstu árum og áratugum. 

Samkvæmt tölum rússneskra yfirvalda töpuðust 30 milljónir Bandaríkjadala árið 2014 og 2015 vegna viðskiptaþvingana á hendur Rússa. Samkvæmt tölum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hvarf um 9 prósent af rússneskum hagvexti til meðllangs tíma vegna viðskiptaþvingananna. 

 

Stikkorð: Rússland efnahagur þvinganir kólnar