Ekkert lát er á fréttum af slæmum afleiðingum aukinnar losunar koltvísýrings út í andrúmsloftið. Nú er því spáð að eftir átta ár verði tíundi hluti hafsins í kringum Norðurpólinn orðinn svo súr að skeldýr muni ekki geta þrifist þar.

Árið 2050 er gert ráð fyrir að engar rækjur eða önnur skeldýr, stór og smá, sem fiskar og hvalir lifi á, verði að finna í helmingi hafsins á þessum slóðum og árið 2100 verði allt hafið kringum pólinn orðið tómt af skelfiski.

Þessar svörtu spár eru byggðar á rannsóknum sem Rannsóknarmiðstöð Frakklands gerði við Svalbarða gerði nýlega en frétt um málið birtist á vefsíðu breska blaðsins Telegraph.