Japanski milljarðamæringurinn Masatoshi Ito er látinn 98 ára að aldri. Ito skrifaði nafn sitt í sögubækurnar með því að gera 7-Eleven verslanirnar að stórveldi.

Verslunarkeðjan var stofnuð í Texas á þriðja áratug síðustu aldar en á þeim áttunda gerða hann samstarfssamning við móðurfyrirtækið, Southland Corporation, og opnaði fyrstu 7-Eleven verslanirnar í Japan og Asíu í kjölfarið. Fyrirtæki Ito eignaðist svo ráðandi hlut í Southland Corporation árið 1990.

Í dag eru um 83 þúsund 7-Eleven verslanir víða um heim og eru um fjórðungur þeirra í Japan.