Ráðgjafafyrirtækið KOM hagnaðist um rúmlega 18 milljónir króna á rekstrarárinu 2020, samanborið við 739 þúsund króna tap á árinu á undan. Rekstrartekjur félagsins námu rúmlega 139 milljónum króna á síðasta rekstrarári og jukust tekjurnar um 6,8% í samanburði við rekstrarárið 2019.

Launakostnaður dróst saman um tæplega 18,4% milli rekstrarára og fjöldi ársverka dróst einnig saman úr 6 á árinu 2019 í 5,5 á árinu 2020. Eignir félagsins voru tæplega 49,5 milljónir króna í árslok 2020 en voru 31 milljón króna í árslok 2019. Eigið fé félagsins í árslok 2020 nam 14 milljónum króna samanborið við neikvætt eigið fé upp á 4 milljónum króna í árslok 2019. Eiginfjárhlutfall félagsins á árinu 2020 var 28,5%.

Enginn arður verður greiddur til hluthafa á árinu 2021 vegna rekstrarársins 2020. Félagið er í jafnri eigu Björgvins Guðmundssonar, Friðjóns R. Friðjónssonar og Magnúsar Ragnarssonar.