,,Við verðum að koma böndum réttarríkisins yfir starfsemi nýju bankanna," segir Oddný Mjöll Arnardóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík.

Oddný Mjöll kveðst aðspurð í samtali við Viðskiptablaðið fagna frumvarpi til laga um rannsóknarnefnd á aðdraganda  og orsökum bankahrunsins. Hún saknar hins vegar sárlega eins mikilvægs atriðis: Ekki eigi kerfisbundið að skoða starfsemi hinna nýju ríkisbanka eftir hrunið.

Hún telur því að umboð nefndarinnar sé of þröngt að þessu leyti.

Oddný Mjöll telur með öðrum orðum mikilvægt að traust skapist um starfsemi bankanna. Því megi m.a. ná með því að koma böndum réttarríkisins yfir starfsemina. ,,Engin lög liggja til grundvallar hinum nýju bönkum," segir hún.

Skýrslu verði skilað á næsta ári

Mælt var fyrir umræddu frumvarpi um rannsóknarnefnd á Alþingi í gær. Tilgangur nefndarinnar er að leita sannleikans um aðdraganda bankahrunsins. Stefnt er að því að endanlegri skýrslu um rannsókn nefndarinnar verði skilað til Alþingis eigi síðar en 1. nóvember 2009.

Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.