Breski bankinn Royal Bank of Scotland kom tiltölulega illa út úr álagsprófi sem Evrópska fjármálaeftirlitið stóð fyrir á dögunum. Í frétt BBC segir að samkvæmt prófinu myndi eiginfjárhlutfall bankans lækka um ein 7,5 prósentustig ef til þeirra atburða kæmi sem gert var ráð fyrir í prófinu.

Sá banki sem verst kom út úr prófinu var ítalski bankinn Banca Monte dei Paschi di Siena, en eiginfjárhlutfall hans myndi lækka um ein 14,23 prósentustig og verða neikvætt um 2,23%.

Írski Allied Irish bank kom næstverst út úr prófinu og myndi eiginfjárhlutfall hans lækka um 8,47 prósentustig og eiginfjárhlutfall Deutsche Bank um 5,4 prósentustig.