*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 7. maí 2013 07:47

Koma með hálfan milljarð í hóteluppbyggingu

Félagið Íslensk fjárfesting kom með tæpan hálfan milljarð inn í landið í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans.

Ritstjórn

Fyrirtækið Íslensk fjárfesting kom með 465 milljónir í gegnum fjárfestingarleið Seðlabankans í mánuðinum og er ætlunin að nota fjármunina til að byggja upp hótelstarfsemi hér á landi. Greint er frá þessu í Morgunblaðinu.

Í febrúar 2012 kom fyrirtækið með 381 milljón, samkvæmt skuldabréfum sem gefin voru út við það tilefni. Fyrirtækið er í jafnri eigu Arnars Þórissonar og Þóris Kjartanssonar.

Íslensk fjárfesting á Domus Guesthouse og Reykjavík Residence Hótel sem eru í miðbænum. Spurður að því hvaðan hið erlenda fé sem þeir flytja til landsins komi, segir Arnar að Íslensk fjárfesting eigi meirihlutann í ferðaskrifstofukeðjunni Kilroy International, sem er með starfsemi á Norðurlöndum og í Hollandi.