Ríkisstofnanir að Borgum við Norðurslóð á Akureyri greiða um 4.350 krónur í húsaleigu á mánuði fyrir hvern fermetra skrifstofu- og rannsóknarhúsnæðis í húsinu. Leiguverðið er samkvæmt leigusamningi sem Fasteignir ríkissjóðs gerðu við Landsafl hf., þáverandi eiganda hússins, árið 2004 og gildir til 25 ára. Leigufjárhæðin er bundin vísitölu neysluverðs. Borgir eru nú í eigu Reita, en Jafnréttisstofa, Hafrannsóknarstofnun, Minjastofnun og Háskólinn á Akureyri leigja skrifstofur eða rannsóknaraðstöðu í húsinu.

Gangverð á skrifstofuhúsnæði í svipaðri fjarlægð og Borgir frá miðbæ Akureyrar er á bilinu 1.000 kr. til 1.200 krónur á hvern fermetra á almennum leigumarkaði samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins. Sambærilegt skrifstofuhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur er til leigu á verðbilinu 2.200 kr. til 2.600 krónur á fermetrann samkvæmt Leifi Aðalsteinssyni, fasteignasala hjá 101 Reykjavík.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Veiðimenn hafa aldrei sleppt jafn mörgum löxum og í fyrra
  • Hörður Ágústsson eigandi Maclands, þolir ekki að koma inn í verslun þar sem afgreiðslumenn nenna ekki að afgreiða. Hörður er í ítarlegu viðtali um Macland
  • Iðnaðarráðherra fagnar því að fjárfestingar séu að aukast erlendis
  • Hugrún Sigurjónsdóttir leiðsögumaður fór í majónesið
  • Búið er að stofna einkahlutafélag utan um stofnun nýs sláturhúss
  • Dýr lífsstíll eigenda kaffærði fyrirtækið
  • Fíton stefnir Íslandsstofu
  • Icelandair er undir hælnum hjá FÍA
  • Ráðherra vill að vegagerðin komi að uppbyggingu ferðaþjónustu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um stjórnarskrárnefnd
  • Óðinn skrifar um gjaldeyrismál
  • Þá eru í blaðinu pistlar, myndir og margt, margt fleira