Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi þessa árs var nokkuð betri en spáð hafði verið þótt hagnaður tryggingafélagsins hafi dregist lítillega saman á milli ára. Stórbruni í Skeifunni í sumar setti sinn svip á uppgjörið en að sögn Sigurðar Viðarssonar, forstjóra TM, var fyrirtækið vel undir hann búinn.

Heildarhagnaður þriðja ársfjórðungs hjá TM var 527 milljónir króna en á sama tíma í fyrra var hann 714 milljónir króna. Aðspurður segist Sigurður ánægður með uppgjörið. Hagnaðarsamdrátturinn var fyrst og fremst vegna minni fjárfestingartekna en vátryggingarstarfsemin er að ganga betur nú en á sama tíma í fyrra.

VB Sjónvarp ræddi við Sigurð.