*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 29. apríl 2013 14:28

Koma víða að til að læra á íslenskan veðurhugbúnað

Vista Data Vision stefnir á að halda árlega námskeið fyrir erlenda sérfræðinga sem vilja læra á íslenskan veðurhugbúnað.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Sérfræðingar frá Kanada, Bandaríkjunum og Evrópu heimsóttu Verkfræðistofuna Vista í vikunni til að taka þátt í þriggja daga námskeiði. Tilgangurinn var að læra á Vista Data Vision (VDV), hugbúnað sem Vista hefur hannað undanfarin tíu ár og er notaður til að einfalda utanumhald mæligagna, gefa aðgang að þeim á netinu og greina. Kerfið er notað í öllum heimsálfum. Fram kemur í tilkynningu frá Vista Data Vision að einhverjir voru að stíga sín fyrstu skref meðan aðrir hafa notað VDV í mörg ár og voru komnir til að læra á nýjungar.

Meðal þátttakenda voru Þjóðverji sem fylgist með afköstum vindbúgarða í Evrópu, Kanadabúi sem fylgist með stórum stíflum víðsvegar um heiminn og Bandaríkjamaður sem fæst við rannsóknir á jarðvegi. Það sem þau eiga sameiginlegt er að treysta VDV fyrir sýnum mæligögnum.

Námskeiðið var það fyrsta sem Vista heldur hér á landi og er stefnan sett á að halda það framvegis á hverju ári.