*

mánudagur, 24. júní 2019
Innlent 12. maí 2017 08:07

Komið í veg fyrir kjötinnflutning

1,6 tonn af hreindýrakjöti frá Grænlandi verður fargað því uppfyllti ekki ýtrustu ESB reglur um merkingar.

Ritstjórn
Alexandre Buisse

Þrátt fyrir fríverslunarsamning milli Íslands og Grænlands, svokallaðan Hoyvíkur samning, þá hindruðu ESB reglur sem gilda á EES svæðinu innflutning á 1,6 tonn af hreindýrakjöti milli landanna. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur nú staðfest synjun stofnunarinnar, eftir að innflutningsaðilinn kærði málið og því þarf að farga kjötinu.

Hafnaði Matvælastofnun innflutningnum vegna þess að merkingarnar voru ekki í samræmi við reglur EES svæðisins, sem innleidd hafa verið hér á landi með lögum um matvæli og lögum um dýrasjúkdóma. Svokallað aukennismerki var að áliti stofnunarinnar ekki nógu auðgreinanlegt á hreindýrakjötinu, en á því skal koma fram samþykkisnúmer starfstöðvarinnar sem vann kjötið.

Í úrskurðinum kemur fram að ekki hafi verið hægt að gera sýnatöku á heilbrigði kjötsins því merking frá kjötvinnslunni hafi verið illgreinanleg á pakkningunum. Kærandi segir hins vegar að skilyrðum reglugerðar hafi hins vegar verið fullnægt, kjötið sé stimplað með skýrri auðkenningu, varan sé heilbrigð og vottuð af heilbrigðiseftirliti Danmerkur.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is