Auður Capital var rekin með 105 milljóna króna tapi fyrir skatta í fyrra á móti 63 milljóna hagnaði árið áður sem var fyrsta starfsár félagsins. Afkoman versnaði því um 168 milljónir fyrir skatta en um 144 milljónir að teknu tilliti til jákvæðrar skattfærslu. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins en í vor sendi Auður frá sér tilkynningu um afkomuna og eins að félagið væri skuldlaust en birti þá ekki reikninginn af samkeppnisástæðum.

-Nánar í Viðskiptablaðinu