Stjórn Bankasýslu ríkisins hefur ráðið Jón Gunnar Jónsson nýjan forstjóra Bankasýslunnar.

Jón hefur langa reynslu af fjármálamarkaði en hann starfaði fyrir Merill Lynch frá 1992 til 2008 m.a. við útboð og greiningu á skuldabréfum, greiningu á skuldatryggingum, fjármögnun á yfirtökum og fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Þá hefur hann einnig setið í stjórnum nokkurra erlendra fyrirtækja.

Kominn heim eftir nær tvo áratugi

Römm er sú taug er rekka dregur föðurtúna til, segir í kvæðinu og það má einnig heimfæra upp á Jón Gunnar sem segja má að loks sé kominn heim eftir langa útivist; hann hélt til Bandaríkjanna í nám árið eftir stúdentspróf 1998 og dvölin erlendis hefur vafalaust orðið miklu lengri en hann óraði fyrir á þeim tíma. Næstu tvo áratugina eða svo var starfsvettvangur hans erlendis, í þremur heimsálfum, Ameríku, Asíu og síðan loks í Evrópu.

Nánar er fjallað um nýjan forstjóra Bankasýslunnar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.