Þjóðin stendur frammi fyrir þeirri ógn að umræðan stjórnist af heilögum sakbendlum sem horfi framhjá fortíð, samábyrgð og finna út hvað gerðist. Sundurlyndisfjandinn á marga samherja á Íslandi og grunnverkefni okkar er að leggja hann að velli. Skyldan er sú greina sameiginlega þjóðarhagsmuni og láta þá ráða umfram allt. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árnasonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, á ársfundi Seðlabankans.

Árni sagði málflutning bankans enn vera í fjötrum tilrauna fyrrverandi formanns bankastjórnar Seðlabankans til þess að koma sök á aðra.

„Mat á fjármálastöðugleika enn lögmælt hlutverk bankans og því verður að sinna af fagmennsku. Þjóðin býður enn svars Seðlabankans við því hvað fór úrskeiðis,“ sagði Árni.

Hann sagði tíma til kominn að byggja enda á hrunið og að Seðlabankinn léki stórt hlutverk þar í.

„Við þurfum að byggja upp nýtt fjármálakerfi. Hreinsa út hið ónýta og bankar og lánveitendur að viðurkenna tapaðar kröfur. Hvaða forsendur eru í því að bankar reikni sér háar vaxtatekjur á eignasafni þar sem annað hvert útlán er í vanskilum,“ sagði Árni. Hann sagði mikilvægt að byggja upp húsnæðislánakerfið upp á nýtt.

„Verkefnið er að byggja upp efnahagslegan stöðugleika og örugg lífskjör,“ sagði Árni. „Til þess þarf m.a. faglega sterkan og öflugan Seðlabanka með skýra sýn.“