Norski bankinn Kommunalbanken AS hefur verðlagt þriggja milljarða króna skuldabréfaútboð, segir í tilkynningu. Kanadíski bankinn TD Securities leiðir útboðið.

Skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum er vel yfir væntingum greiningaraðila og nemur hún nú um 100 milljörðum króna. Sérfræðingar segja að útgafan stuðli enn frekar að styrkingu krónunnar.

Bréf Kommunalbanken eru seld yfir pari á 101,345 og bera miðarnir 7,25% vexti. Kommunalbanken er með lánshæfismatið Aaa hjá Moody's Investors Service og AAA hjá Standard and Poor's. Lánastofununin er í eigu norska ríkisins og endurlánar til bæjar- og sveitarfélaga