Fredensborg ICE ehf., dótturfélag norska íbúðaleigufélagsins Fredensborg AS, hefur gert kaupsamninga um hátt í 7,2 milljarða hluti, eða 63,72% hlutabréfa í íslenska leigufélaginu Heimavöllum, að andvirði hátt í 11 milljarða íslenska króna.

Eins og sagt var frá í fréttum í gærkvöldi hefur norska félagið gert yfirtökutilboð í það íslenska fyrir 17 milljarða íslenskra króna, þar sem félagið bauð 1,5 krónur fyrir hvert bréf í félaginu sem er vel yfir hlutabréfaverði félagsins undanfarna mánuði.

Þegar í gærkvöldi höfðu hluthafar 23,5% hlutar í félaginu selt sinn hlut, en eins og Viðskiptablaðið greindi frá í janúar keypti félagið þá ríflega 10% eignarhlut í félaginu og varð þar með stærsti hluthafinn. Miðað við tilboðsverðið ætti verðmæti þeirra hluta sem Fredensborg hefur þegar gert kaupsamning um að hlaupa á ríflega 10,7 milljörðum íslenskra króna.

Viðskiptablaðið hefur greint ítarlega frá vandræðum félagsins með að fá samkeppnishæfa fjármögnun, en um tíma stefndu eigendur á að taka félagið aftur af markaði, ekki löngu eftir að það var skráð á aðalmarkað kauphallarinnar.

Hér má sjá frekari fréttir um Heimavelli og markaðinn fyrir íbúðaleigufélög: