Þrír sérfræðingar DNB Banka frá Noregi sem staddir voru hér á dögunum segja aðalmarkmiðið með ferðinni hingað til lands vera að koma sér betur inn í málin. Þeir funduðu m.a. með íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum. „Við erum í lærdómsferli. Til að við getum hjálpað okkar viðskiptavinum í þeirra fjárfestingum þurfum við að þekkja betur til,“ segir Kristan Fiksen, einn sérfræðinganna.

Í Viðskiptablaðinu er haft eftir þremenningunum að erlendir fjárfestar líti orðið aftur til Íslands en telji þeir hér vera tækifæri.

Þeir segja þó mikla vinnu standa eftir þar sem nú sé grunnvinna í gangi við að kynnast íslenskum fyrirtækjum og íslenska hagkerfinu. Því er mikilvægt að hitta aðila frá fyrirtækjum innan hvers geira fyrir sig til að fara yfir stöðuna hér á landi.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð .