Talsverð biðröð myndaðist í komusal Keflavíkurflugvallar á sunnudaginn í síðustu viku þegar mikill fjöldi fólks kom til landsins. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Viðskiptablaðið að komusalurinn sé stærsti flöskuhálsinn á flugvellinum.

700 fermetra stækkun á komusalnum verður tilbúin í lok sumars og mun færibandakerfið þá stækka um 25%. Verkinu átti að vera lokið í júní, en það hefur dregist vegna seinkana hjá verktaka. 5.000 fermetra stækkun á suðurhluta flugstöðvarinnar verður síðan tilbúin í mars á næsta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .