Í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010 óskaði iðnaðarráðuneytið eftir tilboðum frá fimm auglýsingastofum vegna fyrirhugaðs markaðsátaks sem átti að felast í því að bæta ímynd Íslands í kjölfar eldgossins.

Markaðsátakið hlaut síðar nafnið Inspired by Iceland og var gert opinbert 21. maí 2010, eða 23 dögum eftir að ríkisstjórnin ákvað leggja fram 350 m.kr. á móti sambærilegu fjármagni frá hagsmunaaðilum í ferðaþjónustu.

Til að forðast lög um opinber innkaup hafnaði ríkið öllum hugmyndum frá auglýsingastofunum og í kjölfarið var verkefninu skipt upp í tvo hluta. Einkaaðilar voru gerðir ábyrgir fyrir fjármögnun og framleiðslu þess efnis sem nýtt var í herferðina á meðan opinberu aðilarnir fjármögnuðu beina birtingu alls efnis í herferðinni í erlendum fjölmiðlum.

Það var Íslenska auglýsingastofan sem annaðist að lokum gerð auglýsinganna í samstarfi við Brooklyn Brothers í London. Verkefninu var síðar stýrt af Íslandsstofu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.