Meirihluti stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum er mótfallin aðild að Evrópusambandinu (ESB), samkvæmt niðurstöðum nýrrar stjórnendakönnunar MMR sem unnin er í samstarfi við Viðskiptablaðið.

Niðurstöður könnunarinnar eru þær að 63,9% stjórnenda í atvinnulífinu eru mótfallnir aðild að ESB en 36,1% hlynntir af þeim sem tóku afstöðu til málsins.

Stjórnendur fyrirtækja á landsbyggðinni eru líklegri til að vera mótfallnir aðild að ESB en þeir á höfuðborgarsvæðinu. Þá eru 65,1% karla andvígir aðildinni en 57,4% kvenna. Fram kemur í könnuninni að tæp 80% stjórnenda útgerðarfyrirtækja eru andsnúnir aðild að ESB og er andstaðan þar mest.

Í úrtakinu voru 1168 stjórnendur (forstjórar, framkvæmda-, fjármála- og markaðsstjórar) í 706 fyrirtækjum. Rúmur þriðjungur var valinn úr úrtaki 300 stærstu fyrirtækja landsins (tilviljunarúrtak fyrirtækja af lista Creditinfo yfir 300 tekjuhæstu fyrirtæki landsins) en aðrir tilviljunarkennt úr fyrirtækjaskrá. Alls svöruðu 498 einstaklingar í 377 fyrirtækjum. Svarhlutfallið var því 42,6% hjá einstaklingum og 53,4% hjá fyrirtækjum.

Í könnuninni var sömuleiðis spurt um skoðanir stjórnenda í atvinnulífinu til gjaldmiðlamála og gjaldeyrishöft. Svörin er að finna í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið.

Á meðal efnis í Viðskiptablaðinu er: 

  • Halldóri J. Kristjánssyni, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, stefnt
  • Stofnfjáreigendur undirbúa málssókn
  • Fjármálafyrirtækið Verdis hættir
  • Fasteignafélagið Reitir stefnir á skráningu á markað
  • Hvað eiga hluthafar Icelandair Group að gera við bréf sin?
  • Stærð gjaldeyrisforðans í endurskoðun
  • Framtíð Íslands: Kvikmyndaframleiðsla
  • Allt um kvótafrumvörpin í ítarlegri úttekt
  • Sveinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Verkís, ræðir um skort á tæknimenntuðu fólki í viðtali vikunnar
  • Hver er þessi Halldór Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Hörpunnar?
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað, ásamt Tý sem fjallar um kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar
  • Óðinn fjallar um erlendar lántökur og einhliða upptöku annars gjaldmiðils
  • Snjallsímar, Facebook, myndasíður, umræður, aðsendar greinar og margt, margt fleira...