Könnun Gallup í Bandaríkjunum sem birt var í síðstu viku sýnir að tæplega helmingur Bandaríkjamanna er mótfallinn því að fleiri kjarnorkuver verði byggð á bandarískri grund.  47% aðspurða eru mótfallnir, 44% meðmæltir og 9% tóku ekki afstöðu.

Undanfarin ár hafa fleiri verið fylgjandi því að kjarnorka sem notuð sem orkugjafi.  Gallup gerði könnun í byrjun mars, áður en jarðskjálftinn í Japan átti sér stað.  Samkvæmt henni voru mun fleiri fylgjandi notkun kjarnorku sem orkugjafala, sbr. myndina hér að neðan.

1994-2011 Trend: Do you strongly favor, somewhat favor, somewhat oppose, or strongly oppose the use of nuclear energy as one of the ways to provide electricity for the U.S.?

Sjö af hverjum 10 Bandaríkjamönnum eru óttaslegnari yfir að kjarnorkuslys eigi sér stað í Bandaríkjunum eftir að hörmungarnar riðu yfir Japan, en fyrir.  Um 39% segjast vera mun áhyggjufyllri.