Samkvæmt könnun sem Seðlabanki Íslands lét gera mun fjárfesting dragast saman um 1% frá því í fyrra. Vitnað er til könnunarinnar í Morgunblaðinu í dag. Í Peningamálum Seðalabankans, sem komu út á vaxtaákvörðunardegi í gær, kemur fram að mikil óvissa ríki um fjárfestingu í atvinnulífínu.

Í Viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram að fjárfesting í sjávarútvegi muni dragast saman um 43,3% á þessu ári.