Árni Páll Árnason er sá einstaklingur sem flestir treysta best til að gegna embætti formanns Samfylkingarinnar.

Þetta kemur fram í könnun MMR sem unnin var fyrir Viðskiptablaðið og vb.is og nánar verður fjallað um í blaðinu á morgun.

Sem kunnugt er hyggst Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, hætta í stjórnmálum eftir alþingiskosningarnar sem fram fara í vor. Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kjörinn í byrjun næsta árs.

Þegar horft er til stuðningsmanna Samfylkingarinnar vilja rúmlega 26% aðspurðra sjá Árna Pál sem næsta formann. Katrín Júlíusdóttir er þar skammt undan.

Athygli vekur að Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, er ekki meðal efstu þriggja sem njóta mests stuðnings.

VB Sjónvarp leitaði viðbragða hjá Árna Pál við þessum tölum.