*

laugardagur, 18. september 2021
Fólk 8. maí 2015 12:15

Konráð til Arion banka

Greiningardeild Arion banka hefur fengið liðsstyrk í Konráði S. Guðjónssyni.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Konráð S. Guðjónsson hagfræðingur hefur verið ráðinn til greiningardeildar Arion banka.

Áður starfaði hann hjá Hagfræðistofnun á árunum 2012 og 2014 þar sem hann vann m.a. að greiningu á strandveiðum á Íslandi. Þá starfaði hann síðasta haust hjá President’s Office Planning Commission í Tansaníu þar sem hann vann við skýrslugerð vegna 5 ára þróunaráætlunar landsins.

Konráð er með M.Sc. gráðu í hagfræði frá University of Warwick og B.Sc. gráðu í sama fagi frá Háskóla Íslands.