Boðað hefur verið til hluthafafundar í Tryggingamiðstöðinni þann 20. ágúst næstkomandi. Meðal mála á dagskrá fundarins er breyting á samþykktum á þann veg að eigi færri en tveir af hvoru kyni sitji í stjórn félagsins. Þá verður kosin ný stjórn á fundinum, en aðalfundur TM var haldinn í mars síðastliðnum.

Í dag er Elín Jónsdóttir eina konan í aðalstjórn TM. Hún er jafnframt stjórnarformaður félagsins. Að sögn Ragnheiðar Daggar Agnarsdóttur, framkvæmdastjóra Samskiptasviðs, hefur alltaf staðið til að standast lög um kynjahlutföll. Lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja taka gildi þann 1. september næstkomandi.