Konur eru nú um 23,5% stjórnarmanna fyrirtækja í bresku FTSE 100 hlutabréfavísitölunni, en voru árið 2011 12,5% stjórnarmanna.

Fyrirtæki í bresku kauphöllinni hafa sett sér það markmið að hlutfallið verði komið yfir 25% í árslok 2015 og er það því ekki langt undan.

Nú eru kvenkyns stjórnarmenn í FTSE 100 fyrirtækjum 263 talsins og þarf því aðeins að bæta við 17 stjórnarkonum til að 25% markmiðið náist.

Áhugavert er að smærri fyrirtækin, þau sem eru í FTSE 250 vísitölunni, virðast tregari til að skipa stjórnarkonur, því þar er hlutfall kvenna í stjórnum 18%.