Hlutfall kvenna í stjórnum óskráðra félaga hefur haldist óbreytt á meðan hlutfall kvenna í skráðum félögum jókst gríðarlega í kjölfar laga um kynjakvóta í Noregi.

Alþjóðaráðstefna FKA á Hilton - 13 maí.
Alþjóðaráðstefna FKA á Hilton - 13 maí.
© BIG (VB MYND/BIG)
Árið 2002 var hlutfall kvenna í skráðum félögum 6% en var 39% árið 2010. Hlutfall kvenna í stjórnum óskráðra félaga var mun hærra árið 2002 eða um 15% og árið 2010 var það orðið 17% og hefur haldist óbreytt frá árinu 2007.

Þetta kom fram í máli Mari Teigen, sem hefur rannsakað árangur norskra fyrirtækja í tengslum við kynjakvóta, á ráðstefnu um kynjakvóta.