Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja af Cambridge kona hans sýndu nýfædda dóttur sína fyrir utan St Mary's spítalann í London um klukkan fimm á íslenskum tíma í dag,. Þau hafa nú yfirgefið spítalann eftir einungis 12 tíma stopp þar og eru farin heim í Kensington höllina.

Eins og VB.is greindi frá, fæddist prinsessan í morgun og er hún sú fjórða í röð erfingja bresku krúnunnar.

Prinsessan svaf í örmum móður sinnar þegar hún var sýnd heimsbyggðinni í fyrsta sinn.

Enn er ekki búið að tilkynna um nafn á prinsessuna. En hér fyrir neðan má sjá nærmynd af prinsessunni á leiðinni heim.

Prinsessan af Cambridge
Prinsessan af Cambridge
© european pressphoto agency (european pressphoto agency)