Deutsche Bank, einn af stærstu bönkum í Evrópu, ætlar að safna 8 milljörðum evra í nýtt hlutafé á næstunni. Þetta kemur fram á vef BBC.

Bankinn hefur þegar selt 1,75 milljarða evra hlut. Kaupandinn var fjárfestingasjóður í eigu konugsfjölskyldunnar í Katar. Svo verður 6,3 milljarða evra hlutafé selt núverandi hluthöfum.

Yfirvöld víða í Evrópu eru að þrýsta á bankastofnanir að safna auknu fé til þess að takast á við hugsanlegt tap og takmarka líkurnar á því að bankar fari í þrot.