Jóhann Karl, konungur Spánar, mun einungis bera krúnuna í fáeinar klukkustundir í viðbót.

Hann undirritaði skjal í dag þar sem hann sagði afsalaði sér krúnunni í hendur Filips sonar síns. Klukkan tíu í kvöld að íslenskum tima mun Fillip svo taka við sem konungur.

Hins nýja konungs mun bíða það erfiða verkefni að endurreisa traust á krúnunni en traustið hefur dvínað vegna hneykslismála sem Kristín, dóttir Jóhanns Karls, og eiginmaður hennar eru flækt í.