Bhumibol Adulyadj, konungur yfir Taílandi, er auðugasti þjóðarleiðtogi í heimi, samkvæmt samantekt bandaríska tímaritsins Forbes. Bhumibol, sem var 84 ára fyrir um mánuði, hefur jafnframt setið lengst allra í valdastóli.

© Aðsend mynd (AÐSEND)

Bhumibol konungur á jafnvirði um 30 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 3.700 milljörðum íslenskra króna - rétt rúm tvöföld landsframleiðsla Íslands. Auður konungsins byggist að miklu leyti á gríðarlegu magni af lóðum, sem hann hefur leigutekjur af, auk eignahluta í bönkum.

Efstur á lista Forbes frá í fyrra yfir auðugust einstaklinga í heimi er Carlos Slim Helú frá Mexíkó. Auður hans er bundinn er við fjárfestingar í iðnaði og fjarskiptafyrirtækjum, nam í fyrra 74 milljörðum dala. Á hæla hans komu Bill Gates, stofnandi Microsoft, og öldungurinn Warren Buffett.