*

fimmtudagur, 5. ágúst 2021
Innlent 28. janúar 2017 15:09

Konur 10,7% stjórnenda

Af þeim 624 fyrirtækjum, sem eru á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki, eru konur í miklum minnihluta stjórnenda.

Ritstjórn
Smellið á grafið til að stækka.

Kynjahlutfall framkvæmdastjóra lækkar eilítið frá í fyrra, en það hefur frá upphafi úttektar framúrskarandi fyrirtækja verið á þessu róli og sáralítið hreyfst.

Þegar litið er til aldurs framkvæmdastjóra, skipt eftir kynjum, kemur stóra myndin sjálfsagt fáum á óvart. Flestir eru þar á miðjum aldri og kannski gott betur. Munurinn á aldurssamsetningu kynjanna segir hins vegar nokkra sögu. Sumsé að í hópi kvennanna eru framkvæmdastjórarnir þar frekar í yngri kantinum. Helmingur þeirra er undir fimmtugu, en aðeins tæpur þriðjungur karlkyns framkvæmdastjóra er undir 50 ára aldri. Það er glöggt merki um að konurnar eru þrátt fyrir allt að sækja á og það eru ungu konurnar, sem leiða þá sókn.

Það er meira til gamans gert en annars að tína til hvar framkvæmdastjórarnir á listum framúrskarandi fyrirtækja búa. Sá listi er tæplega örugg vísbending um neitt, þó vissulega sé fasteignamatið við þessar götur í hærri kantinum.

Nánar er fjallað um málið í blaðinu Framúrskarandi, sem fylgdi Viðskiptablaðinu 26. janúar. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.