Af 44 nýjum fyrirtækjum sem bæst hafa í hóp aðildarfélaga Viðskiptaráðs Íslands síðastliðna 20 mánuði eru tæplega 23% með konur sem æðsta yfirmann og tengilið. Þetta er mun hærra hlutfall en verið hefur í starfsemi VÍ á undanförnum árum og áratugum. Þannig hafa um 5 - 6% aðildarfélaga VÍ verið með konur sem æðstu yfirmenn en þetta hlutfall nálgast nú 10%.

Þessi þróun hefur átt sér stað án þess að sérstaklega hafi verið unnið að því að fjölga konum sem tengiliðum við VÍ segir í fréttabréfi VÍ. Það segir kannski sína sögu um breytt viðhorf kvennstjórnenda til tengslaneta í viðskiptalífinu.