*

þriðjudagur, 19. október 2021
Sjónvarp 21. mars 2014 13:19

Konur ekki áhættufælnari

Barbara Stewart segir mikilvægt að afhjúpa mýtur um konur og fjármál. Hún vill hvetja konur til að fjárfesta frekar í hlutabréfum.

Kári Finnsson
Hleð spilara...

Barbara Stewart hélt erindi á fundi um konur og fjármál í Hörpu í morgun, en hún er sérfræðingur í fjármálum og sjóðsstjóri hjá Cumberland Private Wealth Management í Torronto, Kanada. Fundurinn var vel sóttur en var haldinn á vegum NASDAQ OMX Iceland, VÍB, FKA og NASKAR Investment. Stewart skrifar mikið um málefni sem snerta konur og fjármálalæsi en liður í verkefni hennar, Rich Thinking, er að spyrja konur víðsvegar um heiminn um viðhorf þeirra til fjármála. 

Meðal þess sem Stewart hefur komist að er að konur eiga það til að hugsa um fjárfestingar á víðum grunni en lítið er um að konur fjárfesti á hlutabréfamarkaði. Hún vill einnig afhjúpa þá mýtu að konur séu almennt áhættufælnar en hún vill meina að konur taki útreiknaðar áhættur og séu því miklu frekar áhættumeðvitaðar.

VB Sjónvarp ræddi við Barböru Stewart.