*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 16. maí 2013 09:10

Konur eru 24% stjórnarformanna

Tvöfalt fleiri konur voru stjórnarformenn fyrirtækja en árið 2010. Hlutfall kvenstjórnenda er hæst í yngri aldurshópum.

Ritstjórn
Frá aðalfundi Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fór í vikunni.
Haraldur Guðjónsson

Konur voru rétt tæpur fjórðungur stjórnarformanna íslenskra fyrirtækja (24%) í fyrra og fimmtungur framkvæmdastjóra (21%), samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar .

Hagstofan segir hlutfall kvenna hæst í minnstu fyrirtækjunum og minnki það eftir því sem fyrirtækin stækka. Þó hefur kvenkyns stjórnarformönnum fjölgað hlutfallslega mest á síðustu árum í fyrirtækjum með yfir 250 starfsmenn en hlutfall kvenna í þeim hópi fyrirtækja jókst úr 9% í 15% milli áranna 2011 og 2012. Þetta var jafnframt tvöföldun á tveggja ára tímabili, þ.e. frá árinu 2010.

Hagstofan segir að séu gögnin skoðuð með tilliti til aldurs kemur í ljós að hlutfall kvenna er hæst í yngsta aldurshópi framkvæmdastjóra og stjórnarformanna. Í hópi 25 ára og yngri voru konur stjórnarformenn í tæplega helmingi nýrra fyrirtækja árið 2012. Þegar litið er til atvinnugreina er hlutur kvenkyns framkvæmdastjóra hæstur í flokki félagasamtaka og annarrar þjónustustarfsemi eða um 62%, í öðrum atvinnugreinum eru karlar í meirihluta.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is