Konur eyða meira í fatnað ár hvert en karlar, þær versla tvöfalt oftar í fatabúðum en karlar. Karlmenn eyða hins vegar að meðaltali hærri fjárhæð þegar þeir versla. Þetta sýna tölulegar upplýsingar frá Meniga sem ná til tuttugu þúsund Íslendinga, en fjallað er um málið í Fréttablaðinu .

Konur eyða að meðaltali árlega 238 þúsund krónum í fatnað en karlar eyða 154 þúsund krónum. Á hverjum mánuði eyða konur tæplega 20 þúsund krónum í föt, en karlar eyða tæpum 13 þúsund krónum.

Þessi munur á fjárhæðum skýrist meðal annars af því að konur kaupa sér að meðaltali 25,3 sinnum á ári fatnað og fylgihluti, en karlar gera það einungis 12,8 sinnum.

Hjá konum líða að meðaltali sautján dagar á milli kaupa, en hjá körlum líður rúmur mánuður eða 41 dagur.