Konur í Sádí-Arabíu munu á laugardaginn nk. fá að kjósa í fyrsta skipti í almennum kosningum, en þá er kosið til sveitastjórna. Talsmenn kvenréttindahreyfinga í Sádí-Arabíu hafa sagt að þetta muni hafi takmörkuð áhrif á réttindi kvenna í landinu, en þetta sé þó mikilvægur áfangi í kvennréttindabaráttu í landinu.

Þrátt fyrir að konur séu nú að fá kosningarétt geta þær ekki keyrt bíl, sótt sér háskólamenntun, ferðast til útlanda án þess að fá heimild karlkyns ættingja eða ráðið hverjum þær giftast. „Þetta er fyrsta skrefið. Þetta er upphafið af því að við verðum virkir sem borgarar landsins,“ sagði Salma al-Rashid sem starfar hjá Al Nahda Society sem hefur barist fyrir kosningarétti kvenna í landinu.

Af um það bil 1,49 milljónum sem hafa skráð sig til að kjósa í kosningunum á morgun eru um það bil 130.000 konur.  Af þeim 6.900 sem eru í framboði eru 980 kvennkyns.

Hægfara breytingar

Konur í Sádí-Arabíu hafa smámsaman náð að verða fyrirferðameiri á síðustu árum, en ríkisstjórnin hefur t.d. innleitt aðgerðir til að heimilla konum að taka virkann þátt í atvinnulífinu. Þær breytingar eru þó hægfara.

Sádí-Arabía er konungsveldi, en ekkert löggjafaþing er kosið í landinu og takmarkað rými fyrir þátttöku í stjórnmálum. Sveitastjórnakosningar voru haldnar í fyrsta skipti í landinu árið 2005. Konungur Sádí-Arabíu tilkynnti síðan árið 2011 að konur myndu bráðlega fá kosningarétt.

Konungurinn hefur einnig heimilað konum að taka sæti í ráðgjafanefnd ríkisstjórnar landsins. Ráðgjafanefndin er það næsta sem landið hefur við löggjafaþing, en það hefur takmarkar heimildir til að setja lög. Konur eru um það bil fimmtungur af ráðinu.