Konur fá að jafnaði 25% lægri heildarlaun en karlar sem starfa hjá fjármálafyrirtækjum á Íslandi. Meðalheildargreiðslur karla á klukkustund voru tæpar 4.047 krónur, en meðalheildargreiðslur kvenna á klukkustund tæpar 3.024 krónur.

Þegar búið er að taka tillit til aldurs, menntunar, starfsaldurs og starfsstéttar er kynbundinn munur á heildarlaunum 12,1%. Konur fá að jafnaði 195.000 krónum minna í heildarlaun fyrir skatt á mánuði en karlar.

Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja í febrúar á þessu ári. Launamunurinn hefur lítið sem ekkert breyst frá síðustu könnun sem gerð var í október 2010.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal efnis í Viðskiptablaðinu:

  • Lagaprófessor segist ekki skilja málsvörn Sigurjóns
  • Vanskil aukast á ný
  • Auðlegðarskatturinn greiðist 2014
  • Hlutur Nova á farsímamarkaði eykst milli ára
  • Áfram er stefnt að framleiðsluaukningu í Straumsvík
  • Vatnsendamálið vindur enn upp á sig
  • Ákvörðun ESA um bann við gengislánum gæti kostað ríkið
  • FME segir marga óvissuþætti í íslensku fjármálalífi
  • Bogi Þór hjá Johan Rönning fer í ítarlegu viðtali m.a. yfir það hvernig starfsmenn samstæðunnar koma að erfiðri ákvarðanatöku
  • Kolagrill eru að verða vinsælli en áður
  • Úttekt um hvar hægt er að taka þátt í útihlaupum á landinu í sumar
  • Rætt við rithöfundinn Björgu Magnúsdóttur
  • Nauðasamningar Straumborgar
  • Nærmynd af Örnu Kristínu Einarsóttur, nýs framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
  • Óðinn skrifar um þá lærdóma sem draga megi af þýska efnahagsundrinu
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, lífið eftir vinnu og margt, margt fleira