Samkvæmt könnun breska dagblaðsins The Guardian mun fjöldi kvenna á breska þinginu fara hækkandi um 25% eftir næstu kosningar. Blaðið hefur áætlað að konum á þingi muni fjölga um 50.

Karlmenn eru enn í meirihluta í framboði í Bretlandi og eru 74% af 3971 frambjóðanda í landinu. Í 102 af 650 kjördæmum eru engar konur í framboði. Í 88% af kjördæmum eru fleiri karlar en konur í framboði.

The Guardian áætlar að konur muni verma 198 af 650 sætum á þingi eftir kosningar, sem er 25% aukning frá því árið 2010. Konur myndu verma 44% sæta í verkamannaflokknum, 35% hjá skoska þjóðarflokkinum og 20% hjá íhaldsflokkinum. Konur verða þá 30% þingmanna eftir kosningar.

Enginn flokkur er með jafnt hlutfall kvenna og karla í framboði, græni flokkurinn kemst því næst en þar eru konur 37% frambjóðenda, þar á eftir kemur skoski þjóðarflokkurinn með kvenhlutfall upp á 36%.