*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Erlent 26. desember 2015 16:28

Konur greiða meira fyrir neysluvörur

Ný rannsókn sýnir að konur greiða meira en karlar fyrir sambærilegar neyslu- og smávörur.

Ritstjórn

Konur greiða töluvert meira fyrir algengar neysluvörur en karlar, samkvæmt nýrri úttekt sem gerð var á verðlagningu vara, sem markaðsettar eru fyrir kynin, í New York borg.

Skoðaðar voru tæplega 800 vörur, sem framleiddar eru í mismunandi útgáfum fyrir karla og konur, og kemur í ljós oftar kostaði kvenútgáfan meira en útgáfan sem seld er körlum.

Heilt yfir kostuðu vörur handa konum 7% meira en vörur handa körlum og í 47% tilfella kostuðu kvenvörurnar meira, en í 18% tilfella kostuðu karlútgáfurnar meira. Í í 30 af 35 vöruflokkum voru kvenútgáfurnar dýrari heilt yfir.

Í sumum tilfellum, svo sem þegar reiðhjólahjálmar handa börnum, sjampó og rakvélablöð voru skoðuð, en þessar vörur eru nánast eins hvort sem þær eru hugsaðar handa körlum eða konum, var verðmunurinn marktækur og konum í óhag.

Stikkorð: Verslun Verðlagning