Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar. En Kvenréttindafélagið hvetur konur eindregið til að sækja um starf Seðlabankastjóra. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu félagsins .

Bent er á að frá stofnun bankans hafa eingöngu karlar gegnt stöðu bankastjóra. En í starfsauglýsingunni eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið.

Upplýsingar um starfið, ráðningaferlið og kröfur til umsækjanda má finna á Starfatorgi og er umsóknarfrestur til 27. júní.