Félag kvenna í atvinnulífinu býður félagsmönnum sínum til fundar í dag þar sem Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, mun segja frá reynslu sinni úr fjármálaheiminum. Fundurinn með yfirskriftina „Fjölbreytni á markaði: Frá hennar sjónarhorni“ og fer fram í Kaldalóni í Hörpu frá kl. 17-19.

Í upphafi fundar munu Kristín Jóhannsdóttir hjá Kauphöllinni og Björn Berg Gunnarsson hjá VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, segja nokkur orð um verkefnið Fjölbreytni á markaði. Er þar um að ræða samstarfsverkefni FKA, NASKAR Investments, VÍB og Nasdaq Iceland.

Félagskonum í FKA er frjálst að bjóða gestum á viðburðinn en tilkynning um fjölda gesta í skráningarkerfi er skilyrði. Skráning fer fram á vefsíðu félagsins.