*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Innlent 20. september 2020 16:10

Konur og fjármál - myndir

Málþing FKA og Íslandsbanka um konur á fjármálamarkaði var haldið á Icelandair hótel Reykjavík Natura.

Ritstjórn
Sigrún Björk Jakobsdóttir situr í fræðslunefnd FKA.

Fræðslunefnd FKA stendur fyrir fundarröð um konur og fjármál. Tilgangurinn er að glæða áhuga kvenna til að gerast öflugri þátttakendur á fjármálamarkaði og atvinnulífinu almennt en kannanir hafa m.a. sýnt að konur að konur hafa aðeins verið einn af hverjum þremur til fjórum fjárfestum á fjármálamarkaði.

Fyrir helgi var haldið málþing á Icelandair hótel Reykjavík Natura í samstarfi við Íslandsbanka undir yfirskriftinni: „Konur og fjármál: Hvernig verðum við hreyfiafl á fjármálamarkaði."

Á málþinginu var farið yfir grundvallarspurningar sem snúa að fjármálamarkaðnum svo sem fjárfestingaumhverfið á Íslandi. Fjallað var um fyrirliggjandi frumvarp til laga um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa og kynntar voru niðurstöður nýrrar viðhorfskönnunar um fjárfestingahegðun kvenna og karla. Þá var fjallað um hvernig einstaklingar geta orðið öflugir fjárfestar og hvernig konur geta hafa áhrif á heiminn með fjárfestingum.

Niðurstaða málþingsins var sú að hægt sé að breyta fjárfestingarheiminum með aukinni aðkomu kvenna. FKA mun a næstunni vinna að myndun samstarfshópa innan FKA þar sem tengslanetið verður nýtt til að tengja konur með sameiginlegar áherslur og væntingar.

Næsta málþing í þessari fundarröð verður haldið í nóvember.

Linda Björk Ólafsdóttir fjárfestir.

Bjarni Herrera Þórisson hjá Circular Solution.

Guðrún Jakobsdóttir og Ásdís Jakobsdóttir.

Helga Ágústsdóttir og Vilhjálmur Árnason.

Hulda Jónsdóttir, félagskona FKA hjá Hulda Jóns Arkitektúr og Hönnun.

Guðrún Stefánsdóttir, Þórhildur Einarsdóttir, Guðrún Jakobsdóttir og Ásdís Ýr Jakobsdóttir.

Unnur Elva Arnardóttir, stjórnarkona og gjaldkeri FKA og Sigríður Hrund Pétursdóttir, stjórnarkona FKA.

Kristín Jóhannsdóttir hjá Nasdaq fjallaði um hlutabréfamarkaðinn.

Vignir Þór Sverrisson, sérfræðingur Íslandssjóða flutti erindi á málþinginu.

Helga Valfells hjá Crowberry Capital hélt ræðu.

Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabanka Íslandsbanka, var fundarstjóri.

Halldór Friðrik Þorsteinsson flutti erindi um undir yfirskriftinni „Heimspekin og verðbréfamarkaðurinn."

Fræðslunefnd FKA, frá vinstri: Katrín Amni, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Þórdís Yngvadóttir formaður, Unnur María Pálmadóttir og Gróa Másdóttir.

Kristín Jóhannsdóttir, hjá Nasdaq, Rakel Eva Sævarsdóttir, hjá Deloitte og Katrín Amni hjá ICEHERBS og ICEHERBS Skin.

Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA og Sólveig R. Gunnarsdóttir fjármálaráðgjafi, sem jafnframt er félagi í FKA.

Stikkorð: FKA