Arna Varðardóttir lektor í hagfræði við Copenhagen Business School hélt í gær erindi í Seðlabankanum um hvað ráði því hvaða áhrif konur hafa á fjármálaákvarðanir heimilisins. Í rannsókninni notaðist hún við gögn með sundurliðuðum upplýsingum um auð allra sænskra heimila á sjö ára tímabili og hefur hún strax vakið töluverða athygli innan fræðasamfélagsins.

Rannsóknina vann Arna í samstarfi við Thomas Thörnqvist en á meðal þess sem þau komast að er að einstæðir karlar taka meiri áhættu í fjármálum en einstæðar konur. Að auki var hægt að greina út frá gögnunum að eftir því sem áhrif eiginkvenna í fjárfestingarákvörðunum heimila aukast minnkar hlutabréfaeign og hlutdeild áhættusamra eigna í eignasafni.

Hægt er að nálgast ritgerð Örnu hér .

VB Sjónvarp ræddi við Örnu.

Leiðrétting: Í myndbandinu er Arna titluð sem doktorsnemi í hagfræði við Stockholm School of Economics. Hið rétta er að hún er lektor í hagfræði við Copenhagen Business School.