Í hádeginu í dag voru kynntar aðgerðir sem eiga að vera hvatning til að velja konur í forystusæti í stjórnmálum og atvinnulífi. Fundurinn var þverpólítískt átak og munu skilaboðin koma fram á samfélagsmiðlum.

Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, vonast til að þessar aðgerðir skili sér í sveitastjórnarkosningum í vor. Þórey skrifaði grein í Fréttablaðið í dag þar sem hún afþakkar pent að vera kölluð stelpa í starfsumhverfi sínu þar sem í orðinu felist skilaboð um reynsluleysi og áminning um að stelpur séu ekki valdar til áhrifa.

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)

© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)