Í tölum kauphallarinnar sem eru aðgreind eftir því hvort fjárfestar séu konur, karlar eða lögaðilar má sjá að konur eru hlutfallslega flestar í hluthafahópi Marel. Það er eina félagið þar sem konur eru yfir 30% hluthafa. Flestar eru þær þó hjá TM þar sem alls 775 konur eru í hluthafahópnum. Konur eru svo hlutfallslega fæstar í hluthafahópum Regins, þar sem þær eru með 16,2% hlut, og Vodafone þar sem þær eru skráðar fyrir 16,2% hlut.

Í þessum tveimur félögum er að sama skapi hlutfallslega fleiri lögaðilar á meðal hluthafa en í öðrum félögum á markaði.

Karlar eru hlutfallslega flestir í hluthafahópum Regins og Haga þar sem karlar eru í báðum tilvikum yfir 59% hluthafa. Þeir eru að sama skapi hlutfallslega fæstir í hluthafahópi Haga þar sem þeir eru 54,6% hluthafa. Lögaðilar eru hlutfallslega flestir í hluthafahópi Vodafone þar sem þeir eru 24,1% hluthafa en fæstir í hópi hluthafa Marel þar sem þeir eru 11,7% hluthafa.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .