Þann 2. nóvember næstkomandi verður evrópski jafnlaunadagurinn haldinn, en framkvæmdastjórn ESB vill með deginum vekja athygli á kynbundnu launamisrétti í Evrópu.

Dagurinn er táknrænn, en vegna þessa launamismunar, sem hljóðar upp á einhver 16%, mætti segja að konur vinni launalaust frá og með 2. nóvember til áramóta.

Þar eð kynbundinn óútskýrður launamunur er heil 16% má þar með segja að evrópskar konur fái 84 krónur fyrir hverjar 100 sem evrópskir karlmenn fá greiddar fyrir sömu vinnu og með sömu menntun.

Á kynningarvefsíðu jafnlaunadagsins má skoða tölfræði og staðreyndir um kynbundinn launamun í Evrópu og afleiðingar hans til langs tíma sem og styttri.